Fyrirtækjalausnir

Bílaflotar fyrirtækja

Bílaflotar fyrirtækja eru jafnt misjafnir og þeir eru margir. Það er mikilvægt að halda bílunum hreinum. Sérstaklega merktum vinnubílum. Við bjóðum fyrirtækjum upp á betri kjör fyrir bílaflota sem koma reglulega í þrif eða eru í áskrift. Sendu okkur línu með þínu fyrirtæki, hvað eru margir bílar í bílaflota fyrirtækisins og við gerum þér tilboð!

Góð umhirða skilar hærra endursöluverði

Þegar fyrirtæki hafa bílaflota skiptir miklu máli að hugsa vel um alla bíla. Sama hversu margir bílar eru í bílaflotanum. Við sérhæfum okkur í umhirðu bílsins ásamt sölu þrifum og sölumössunum, við mælum með að bóka tíma hjá okkur tímanlega áður en fyrirtæki endurnýja bíla í sínum flota til þess að hægt sé að yfirfara alla bíla og halda verðgildi þeirra sem hæðstu.

Frábær þjónusta og fullkomið verkstæði

Markmið okkar er að sinna öllum viðskiptavinum eftir þeirra þörfum. Besti tækjabúnaður sem völ er á tryggir gæði þjónustu okkar. Við setjum gæði efna og þjónustu okkar í fyrsta sæti. Við hvetjum fyrirtæki til þess að hafa samband tímanlega til að tryggja sér tíma fyrir endursölu.

Scroll to Top